Bugatty T57 SC Atlantic

sérstaklega þeim sem hýsa Bugatti bíla.

Ettore Bugatti fæddist 1881 í Brecia á Ítalíu, sonur hjónanna Thérése Lorioli og Carlo Bugatti. Áhugi hans beintist snemma að vélum og tækjum hverskonar, reiðhjólum og ekki síst að nýtísku farartækjum knúðum áfram af sprengihreyfli. Hann fór að vinna hjá hjólhestaframleiðandanum Prinetti & Stucchi, þar fékk hann góða þjálfun í hvurslags vélavinnu sem nýttist honum seinna, þegar hann hóf að hanna og smíða sína eigin bíla. Skólaganga hans var hefðbundin, hann fékk litla sem enga tæknikennslu, enda voru bílarnir hans hannaðir eftir auganu og af tilfinningu, frekar en af verkfræðikunnáttu.

Meðan hann vann hjá Prinetti & Stucchi fékk hann leyfi til að vélvæða eitt af þríhjólum fyrirtækisins með eins strokks de Dion mótor og seinna virðist hann hafa útbúið annað með tveimur mótorum. Þegar hann var 18 eða 19 ára tók hann þátt í nokkrum kappökstrum milli borga á norður Ítalíu og vann t.d. kappakstur á milli Verona og Mantua og milli Pinerolo og Turin. 1898 eða 1899 útbjó hann fjórhjólað farartæki með fjóra mótora, tvo að framan og tvo að aftan. Sögulegum heimildum greinir á um smá atriði þessa faratækis, en þetta er sannanlega það sem hann seinna kallaði týpu 1. Prinetti & Stucchi fyrirtækið hafði aftur á móti ekki áhuga á frekari þróun mótorhjóla eða bíla þannig að Bugatti yfirgaf fyrirtækið.

Bugatty T55 coupé Á alþjóðasýningunni í Mílan 1901 sýndi hann týpu 2 sem var með 4 strokka mótor. Meðal þeirra sem hrifust af bílnum var Baron de Dietrich sem átti verksmiðju í Niederbronn í Alsace sem þá var hluti af Þýskalandi. Þar fór hann að vinna og hannaði þar týpur3, 4 og 5. Ekki er það nú ætlunin að rekja allan feril Bugatti's á þessum síðum eða lýsa öllum bílunum sem hann hannaði og smíðaði, enda hafa verið gefnar út margar bækur um hann, en þær gerðir sem eru kannski hvað þekktastir eru t.d.:
Týpa 35 sem keppti fyrst í franska grand prix í Lion 1924, en dekkja vandræði komu í veg fyrir góðann árangur í það skiftið. Þessi bíll var síðan ósigrandi um árabil. Mótorarnir voru tvær 4 strokka blokkir mismunandi mikið boraðir, frá 1991cc til 2262cc með 3 ventla per strokk. Án forþjöppu með tvo, annaðhvort Zenith eða Solex blöndunga náðust um 100-110 hestöfl sem gáfu um 175 km. hámarkshraða. Með forþjöppu fengust 130-150 hestöfl og hámarkshraðinn var 200+ km. Alls voru smíðaðir um 200 af þessari gerð.
Týpa 57 var í framleiðslu frá 1934 til 1939. Frá 1934 til 1936 var bíllinn framleiddur svo til óbreyttur, hægt var að fá 57C sem var með forþjöppu. Vélin var 8 strokka 3257cc um 136 hestöfl í grunn útfærslu. 1935 kom til sögunnar 57S sem var með lægri og styttri grind, vélin var með þurr pönnu og hærri þjöppu og gaf um 170 hestöfl. Þá var líka hægt að fá 57SC með forþjöppu og hestöflin voru um 200. Verksmiðjan seldi bílana með Gangloff yfirbyggingu en seldi líka grindur til yfirbyggingar.


Bugatty T41 grind 41150 Týpa 41 Bugatti Royale var ætluð til að keppa við t.d. Rolls og Dusenberg . Ekki tókst það nú alveg , ekki voru smíðaðir nema 6 bílar á 7 árum. Fyrsti Royalinn var með 8 strokka vél með borun 125 x 150mm eða 14,726cc. Seinni bílarnir fengu 125 x 130mm 12,763cc. vélar. Þriggja gíra gírkassi er í afturöxlinum. Stillanlegir demparar og bremsur á öllum hjólum gera bílana þokkalega í akstri. Hjólin eru stór og í fjarlægð virðast bílarnir ekkert sérstaklega stórir. Felgurnar eru úr aluminium og virka eins og viftur, sem kælda bremsurnar. Grindurnar voru afhentar, tilbúnar undir tréverk þ.e. undirvagn á hjólum, með vél og vélarhlíf, kaupendur áttu síðan að fá vagnasmiði (coach builder's) til að smíða yfirbygginguna. Margir Bugatti bílar svo sem Bugatti Royale 41150 eru dæmi um hvað hestvagnasmiðir fóru að fást við eftir að atvinnugrein þeirra leið nánast undir lok. Einum bílnum grind 41141 Kellner var reynslu ekið af blaðamanni Thoroughbred & Classic cars í oktober 1987 og er greinin sem hann skrifaði um þann reynsluakstur mjög skemmtileg aflestrar.
Alls voru 11 yfirbyggingar á bílunum, því t.d fyrsti Royalinn smíðaður 1926-27 , grind númer 41100 ( týpa 41 númer 100, 100 leit betur út heldur en 1) var fyrst með yfirbyggingu af Packard, sem Bugatti hafði keypt til tilrauna, því næst var sett á grindina Fiacre coupe tveggja dyra, svo Fiacre coupe fjögurra dyra, þá var smíðuð á grindina tveggja dyra yfirbygging Weymann coach, en þannig vann bíllinn til fyrstu verðlauna á Concours d'Elegance í París 1929. Bugatti eyðilagði nærri því bílinn á heimleiðinn frá París, en að síðustu var hann endurbyggður með Coupé Napoleon yfirbyggingu hannaðri af Jean Bugatti. Bílinn var síðan í eigu Bugatti fjölskyldunnar fram á sjötta áratuginn, en þá keypti Fritz Schlumpf hann fyrir safnið sitt í Mulhouse. Það safn heitir í dag fullu nafni Musee national de L'automobile de Mulhouse.
Grind númer 41111 fyrri yfirbyggingin var tveggja manna roadster smíðaður fyrir Armand Esders, franskann kaupsýslumann, bílinn var án ljósa enda átti Esders að hafa sagt að hann væri ekki að kaupa bílinn til að aka honum í myrki þegar enginn sæi til. Bugatti keypti bílinn aftur 2 árum seinna og setti á hann Coupé de Ville yfirbyggingu ekki óáþekkta þeirri sem endanlega var á grind 41100. Bíllinn endaði síðan á Harrah's Automobile Foundation.Bíllinn var seldur 1986 en er líkast til en á safninu.
Grind númer 41121 var keypt af Dr. A.Joseph Fuchs sem fór með hana til Ludwig Weinberger í Munich sem smíðaði á hana tveggja dyra opna yfirbyggingu með blæju. Bíllinn stóð úti um árabil í bakgarði Fuchs og grotnaði niður. Chales Chayne keypti hann 1943 og eftir að hafa gert hann upp, þá ánafnaði hann Henry Ford museum safninu bílinn.
Grind númer 41131 var keypt af C.W.Foster Englandi sem lét Park Ward smíða 4 dyra limousine yfirbyggingu á hana. Um síðir endaði bílinn á John Shakespeare Bugatti safninu í Ohio , en þaðan keypti Frizts Schlumpf hann, sjá Musee national de L'automobile de Mulhouse.
Grind númer 41141 fékk 2 dyra coach yfirbyggingu smíðaða af Kellner, bíllin var á Olympia Motor show í Englandi 1932 ásett verð 6500£. Bíllinn seldist ekki og Bugatti gaf dóttur sinni L'Ebé hann. Eftir Le Mans keppnina 1950 sótti Briggs Cunningham Bugatti óðalið heim og falaðist eftir einum eða fleiri Bugatti Royal til kaups. Þá voru þrír í eigu ættarinnar. L'Ebé vildi ekki selja nema tvo og því keypti Cunningham Kellner bílinn svo og Berline de Voyage (41150) sem hann keypti reyndar fyrir D.Cameron Peck. Kaupmálinn var athyglisverður, á þessum árum var skortur á heimilistækjum í Frakklandi , þannig að samningurinn hljóðaði uppá tvo American Frigidaires ísskápa og 3000$ líkast til bestu bílakaup allra tíma. Árið 1990 keypti ónafngreindur japanskur kaupsýslumaður bílinn á 10.000.000 £. Bíllinn er líkast til á Briggs Cunningham Automotive museum.
Grind númer 41150 fékk Berline de Voyage yfirbyggingu líkast til hannaða of Bugatti sjálfum. Peck (sjá grind 41141) seldi bílinn Jack Nethercutt, sem síðan seldi Harrah's Automobile Foundation. safninu hann. Óljóst er um egnarhald á bílnum þessa dagana, hann er líkast til á Blackhawk collection safninu í Californiu.
Aðeins einu sinni hefur öllum sex bílunum verið safnað saman á einn stað. Það var 25 ágúst 1985 sem þeir komu allir saman á Pebble Beach í Bandaríkjunum. Í grein í apríl hefti Road & Track 1986 kemur fram að það gekk ekki þrautalaust að ná þeim saman, kostaði miklar bréfaskriftir og símtöl. Harrah's og Cunningham söfnin samþykktu óðara að lána sína bíla, Ford safnið var erfitt í samningum en gaf þó að lokum samþykki. Smá vandræði komu upp vegna Mulhouse bílanna, Schlumpf s bræðurnir fyrrverandi eigendur safnsins gera enþá kröfu til bílanna og vitað var að þeir myndu reyna að kyrrsetja þá ef þeir færu frá Frakklandi. En bandarísk lög númer 89-259 síðan 1965 segja að listaverk, í eigu erlendra ríkja, sem sýnd eru í Bandaríkjunum njóti sömu friðhelgi og diplómatar . Og þarna er þá komin skilgreining á því hvað Bugatti Royal er, Mona Lisa á hjólum.
Búið er að smíða sjöunda bílinn og er hann á Musee national de L'automobile de Mulhouse. Heimildir herma að notuð hafi verið grind sem til var í verksmiðjunni og Fritz Schlumpf keypti ásamt mörgum öðrum einstæðum gripum þegar verksmiðjan lagði upp laupana.. Ekki voru vandræði að ná í vél því nokkuð margar voru smíðaðar og notaðar í 'teinastrætó', (skinnebus á dönsku, railcar á ensku) litlar járnbrautalestar ætlaðar fyrir samgöngur á milli bæja. Þessar járnbrautalestir má sjá t.d. á Musee Francais du chemin de fer járnbrautasafninu í Mulhouse. Heimildum ber ekki saman um hvar nokkrir bílanna eru í dag, þeir ganga kaupum og sölum , á þokkalegu verði, um 15-20 milljónir dollara eða allt að 1.300.000.000 krónur.

Type 45 16 strokka U Margir Bugatti bílar voru afar sérstakir og aðeins smíðaðir í nokkrum eintökum t.d. týpur 45, 52, 53, 56 og 68. Týpa 45 var með tvær 8 strokka blokkir hlið við hlið, mætti kalla það U. Týpa 52 var eftirmynd týpu 35 en í hálfri stærð og knúin 12 volta rafmótor, náði 20 km hraða og var með bremsur á öllum hjólum. Ætlaður fyrir yngri kynslóðina. Týpa 53 var smíðuð í 2 eintökum af Bugatti, og var ætluð til keppni í hæðarklifri. Það sem gerði týpu 53 svona sérstaka, var fjórhjóladrifið sem var vægast sagt sjalgæft á þessum tíma og að sjálfsögðu handsmíðað eins og annað sem Bugatti lét frá sér fara. Seinna var smíðaður þriðji bíllinn úr pörtum sem fundust í verksmiðjunni. Týpa 56 var rafknúin ætluð sem snatt tík innan Molsheim verksmiðjunnar fyrir Bugatti sjálfan.Týpa 68 var með 390cc mótor með tveimur ofan á liggjandi knastásum, 4 ventlum á strokk og forþjöppu, til stóð að markaðfæra hann sem sparneytinn sportbíl eftir seinni heimstyrjöldina. Alls eru um 1600 Bugatti bílar til enþá og af þeim eru um 160 á Musee national de L'automobile de Mulhouse.
Bílasöfn sem vert er að skoða ?
Mynd