tilraunum Morgunblaðsins til þess að reyna að hamra orð og orðskrípi inn í málvitund landans.
Ein tilraun þeirra er að nota "alnetið" yfir internetið. Internetið er ekki "alnet". Það er eitt af mörgum samskipta netum heimsins.
Annað dæmi er að finna á bílasíðum blaðsins. Þeir eru endalaust að reyna að fá almenning til þess að taka upp hvala nöfn á bílum. Hver notar nöfn eins og stallbakur og hlaðbakur nema Mogginn ?
Af hverju ganga þeir ekki alla leið og reyna að finna hvala nöfn á allar tegundir bíla. Ég sakna þess að sjá ekki nöfn eins og

PunkturÞverbakur - fyrir skut bíl. Þá væri hægt að keyra um (í) þverbak.
PunkturSléttbakur - fyrir t.d. pallbíll.
PunkturKaldbakur - fyrir gamla "voffann" miðstöðin í honum var ekki til að hrópa húrra fyrir.
PunkturFlatbakur - pitsusendlarnir gætu ekið um á flatbökum.
PunkturBrandbakur - fyrir brunabíl.
PunkturFjallbakur - jeppi með öllu (GPS og fl.)á yfir 38 tommu túttum.

Nú eða þá reiðar stofninn. Þar eigum við nú þegar nöfn sem sum hver eru reyndar óþarflega löng. Þetta eru nöfn eins og t.d. bifreið , langferðabifreið, vörubifreið og sjúkrabifreið. Þarna mættu sjást nöfn eins og

PunkturHeimreið - Númeralaus bíll við heimahús
PunkturÚtreið - bíll á erlendum skráningarnúmerum.
PunkturOfsareið - sportbíll (með tveimur ofanáliggjand knastásum og fl.).
PunkturFlengireið - bíll sem lögreið hefur gómað fyrir t.d. of hraðan akstur.
PunkturLögreið - löggubíll.
PunkturSandreið - sandfluttningabíll.
PunkturSteypireið - steypubíll.
PunkturLangreið - langferðabíll.
PunkturHópreið - hópferðabíll.
PunkturSamreið - strætó.
PunkturÞeysireið - rallý bíll.
PunkturHelreið - líkbíll.
PunkturEllireið - fornbíll.
PunkturSárreið - sjúkrabíll.
PunkturÖskureið - öskubíll.
PunkturBálreið - brunabíll.
PunkturPínureið - örbíll eins og t.d. Smart.

Nú má vera að þeir Mogga menn noti þegar þessi nöfn og er það vel, en þau hin ónýttu standa þeim til boða og það án þess að þeir vitni í heimildir.
Nú eða þeir geta líka farið að nota nöfn sem við hin notum í daglegu máli.

Mynd

Ps. Mér hefur borist ábending um að hið gamla alíslenska orð rennireiðartogleðurshjólhringjaviðgerðarverkstæði hafi ekki sést á bílasíðum moggans í háa herrans tíð.Skrýtið!